Innlent

Ár liðið frá rannsókn

Skattrannsóknarstjóri lauk rannsókn sinni á Baugi og tengdum fyrirtækjum fyrir tæpu einu ári. Að rannsókn lokinni var málið sent annars vegar til ríkisskattstjóra sem tekur ákvörðun um endurálagningu opinberra gjalda og hins vegar til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, en þangað rata umfangsmikil brot samkvæmt reglugerð. Ríkisskattstjóri tók ákvörðun um endurálagningu en sú ákvörðun var kærð til yfirskattanefndar að sögn lögfræðinga Baugs. Í reglugerð um framkvæmd skattaeftirlits og skattrannsókna eru skattrannsóknarstjóra gefnar þær forsendur til þess að vísa máli til lögreglu að um sé að ræða harðan brotavilja og langvarandi brotastarfsemi. Skattamál Baugs voru ekki hluti ákæru efnahagsbrotadeildar og embættið hefur ekki gefið upplýsingar um framvindu málsins. Jón H. B. Snorrason staðfestir að málið sé til meðferðar hjá ríkislögreglustjóra en gefur ekki nánari upplýsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×