Erlent

Íslendingar hafa stuðning norrænna ríkja í öryggisráð

MYND/Vilhelm

Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs sagði að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær að Íslendingar hafi fullan stuðning hinna norrænu ríkjanna til framboðs í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna.

Annars verða niðurskurður og skipulagsbreytingar í norrænu samstarfi meðal umræðuefna á fundi Norðurlandaráðs næstu daga en fundurinn hefst í Reykjavík í dag. Leggja á niður stofnanir á menningarsviðinu og dreifa verkefnum þeirra.

Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, segist þó vonast til að þetta þýði ekki niðurskurð á norrænu samstarfi og að ámóta fjárveiting verði inn í hvern málaflokk áfram þótt öðruvísi verði spilað úr fjármununum en hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×