Heimabankaþjófur aðeins milliliður 7. desember 2005 12:09 MYND/Pjetur Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Maðurinn var handtekinn í fyrrakvöld eftir að banki hafði gert lögreglu viðvart um að farið hefði verið inn á reikning eins af viðskiptavinum hans og fé millifært þaðan. Hann var svo úrskurðaður í vikugæsluvarðhald í gær. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, er maðurinn aðeins milliliður. Hann hafi brotist inn í heimabanka og millifært fé til þriðja aðila. Ómar segir rannsókn standa yfir á því hver sá aðili sé. Fjögur þjófnaðarmál úr heimabönkum hafa komið til kasta lögreglu frá því í sumar og segir Ómar rannsókn á þeim öllum standa yfir. Hann segir manninn sem situr í varðhaldi þó aðeins tengjast einu máli að því að hann best viti og að ekkert málanna sé eins. Verið sé að afla sönnunagagna í þeim en enginn annar hafi verið handtekinn vegna þeirra. Ómar segir málið merki um breytt mynstur afbrota í heiminum en mál sem þessi séu vel þekkt í öðrum löndum. Hann biður fólk að vera á varðbergi og gera bönkum viðvart ef grunur vakni um óútskýrðar millifærslur. Forráðamenn banka og sparisjóða funduðu vegna málsins í morgun og segri Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, að þar hafi verið farið yfir öryggismál bankanna. Guðjón segir að gripið verði til aðgerða. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafi verið að vinna að leiðbeiningarlista fyrir viðskiptavini banka og sparisjóða sem varði það hvernig fólk tryggi sem best öryggi í sinni einkatölvu með vírusvörnum og öðru slíku. Guðjón segir að þetta hafi verið unnið í samstarfi við Friðrik J. Skúlason, einn helsta sérfræðing landsins í þessum málum. Listinn verði settur inn á heimasíðu SPV í dag og hann muni mælast til þess við banka og sparisjóði að þeir geri slíkt hið sama þannig að fólk geti farið vel yfir hann. Guðjón leggur þó áherslu á að ekki hafi verið brotist inn í tölvukerfi bankanna heldur einkatölvur fólks og lykilorðum og notendanöfnum stolið þannig. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Maðurinn var handtekinn í fyrrakvöld eftir að banki hafði gert lögreglu viðvart um að farið hefði verið inn á reikning eins af viðskiptavinum hans og fé millifært þaðan. Hann var svo úrskurðaður í vikugæsluvarðhald í gær. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, er maðurinn aðeins milliliður. Hann hafi brotist inn í heimabanka og millifært fé til þriðja aðila. Ómar segir rannsókn standa yfir á því hver sá aðili sé. Fjögur þjófnaðarmál úr heimabönkum hafa komið til kasta lögreglu frá því í sumar og segir Ómar rannsókn á þeim öllum standa yfir. Hann segir manninn sem situr í varðhaldi þó aðeins tengjast einu máli að því að hann best viti og að ekkert málanna sé eins. Verið sé að afla sönnunagagna í þeim en enginn annar hafi verið handtekinn vegna þeirra. Ómar segir málið merki um breytt mynstur afbrota í heiminum en mál sem þessi séu vel þekkt í öðrum löndum. Hann biður fólk að vera á varðbergi og gera bönkum viðvart ef grunur vakni um óútskýrðar millifærslur. Forráðamenn banka og sparisjóða funduðu vegna málsins í morgun og segri Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, að þar hafi verið farið yfir öryggismál bankanna. Guðjón segir að gripið verði til aðgerða. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafi verið að vinna að leiðbeiningarlista fyrir viðskiptavini banka og sparisjóða sem varði það hvernig fólk tryggi sem best öryggi í sinni einkatölvu með vírusvörnum og öðru slíku. Guðjón segir að þetta hafi verið unnið í samstarfi við Friðrik J. Skúlason, einn helsta sérfræðing landsins í þessum málum. Listinn verði settur inn á heimasíðu SPV í dag og hann muni mælast til þess við banka og sparisjóði að þeir geri slíkt hið sama þannig að fólk geti farið vel yfir hann. Guðjón leggur þó áherslu á að ekki hafi verið brotist inn í tölvukerfi bankanna heldur einkatölvur fólks og lykilorðum og notendanöfnum stolið þannig.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira