Erlent

Senda Thatcher hlýjar kveðjur

Þótt Thatcher sé andlega hress, hefur heilsu hennar að sögn nokkuð hrakað síðan Dennis, eiginmaður hennar lést, fyrir tveimur árum.
Þótt Thatcher sé andlega hress, hefur heilsu hennar að sögn nokkuð hrakað síðan Dennis, eiginmaður hennar lést, fyrir tveimur árum. MYND/AP

Fjölmargir hafa sent Margréti Thatcher hlýjar kveðjur á sjúkrahúsið þar sem hún var lögð inn í gær. Járnfrúin gamla virðist ætla að hrista af sér þessi veikindi eins og svo margt annað.

Margrét Thatcher, var flutt á sjúkrahús eftir að hún fékk aðsvif, þar sem hún var á hárgreiðslustofu, í gær. Læknar segja að hún hafi átt rólega nótt á sjúkrahúsinu, og verði að öllum líkindum útskrifuð, í dag.

Thatcher, sem nýlega varð áttræð, var sterkasti stjórnmálamaður Bretlands á síðari hluta síðustu aldar. Hún hlaut viðurnefnið Járnfrúin vegna vegna hörku sinnar, og var ýmist dáð eða hötuð.

Hún braut verkalýðshreyfinguna á bak aftur og batt þannig enda á stöðug verkföll sem höfðu leikið efnahar Bretlands grátt. Þá stýrði hún þjóð sinni í gegnum Falklandseyjastríðið við Argentínu.

Þótt Thatcher sé andlega hress, hefur heilsu hennar að sögn nokkuð hrakað síðan Dennis, eiginmaður hennar lést, fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×