KEA og Sparisjóður Norðlendinga ætla að leggja til tvær milljónir króna svo hægt sé að kaupa fíkniefnaleitarhund sem lögreglumenn á Norðurlandi geta notað við fíkniefnaleit á fjölmennum stöðum á borð við skemmtistaði og útisamkomur.
Fíkniefnaleitarhundurinn sem er fyrir á Akureyri ræður aðeins við að leita í farangri og farmi en ekki innan um fólk og nýtist því ekki sem skyldi.