Innlent

Úrskurður óbyggðanefndar ekki felldur úr gildi

Frá Hrunamannaafrétt.
Frá Hrunamannaafrétt. MYND/Geir A. Guðsteinsson

Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Suðurlands af kröfum Prestsetrasjóðs um að úrskurður óbyggðanefndar vegna þjóðlenda í Hrunamannahreppi yrði felldur úr gildi að hluta til.

Óbyggðanefnd kvað upp þann úrskurð í mars árið 2002 að Hrunamannaafrétt og Hrunaheiði væru þjóðlendur og staðfesti þjóðlendumörk við landamerki efstu jarða í hreppnum. Prestsetrasjóður féllst hins vegar ekki á niðurstöðuna varðandi Hrunaheiði og gerði tilkall til hennar. Héraðsdómur féllst ekki á það og úrskurðaði ríkinu í vil en málskostanaður var látinn niður falla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×