Innlent

Lögregla fann stolinn jeppa og hluti úr öðrum

Jeppinn sem fannst upp við Rauðavatn var strípaður og flest allt nýtilegt tekið úr honum.
Jeppinn sem fannst upp við Rauðavatn var strípaður og flest allt nýtilegt tekið úr honum. MYND/Vilhelm
Lögreglan á Selfossi fann á dögunum Nissan Patrol jeppa sem stolið hafði verið í Njarðvík í byrjun nóvember. Eftir ábendingu fannst jeppinn í bílskúr í bænum og í ljós kom að maður í Þorlákshöfn leigði skúrinn. Sá var handtekinn og færður í fangageymslur. Í jeppanum fundust hlutir sem tengdust öðrum Partrol-jeppa sem stolið var í Reykjavík í síðustu viku og fannst strípaður við Rauðavatn. Við yfirheyrslu játaði maðurinn að hafa stolið báðum þessum jeppum. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum og mun mál hans verða sent til ákæruvalds sem ákveður framhald málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×