Innlent

Fimm sækja um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. MYND/ÞÖK

Fimm umsækjendur eru um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness sem taka mun til starfa 1. febrúar á næstkomandi.

Það eru Alma V. Sverrisdóttir, löglærður fulltrúi við embætti sýslumannsins í Reykjavík,Arnfríður Einarsdóttir, skrifstofustjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, nú settur héraðsdómari við sama dómstól,Bergþóra Sigmundsdóttir, löglærður fulltrúi við embætti sýslumannsins í Reykjavík,Pétur Dam Leifsson, lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á AkureyriogSandra Baldvinsdóttir, lögfræðingur á lagaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.

Fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins að u msóknir ásamt gögnum verði nú sendar dómnefnd sem fjallar um og lætur dómsmálaráðherra í té skriflega og rökstudda umsögn um umsækjendur en ráðherrann skipar í embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×