Innlent

Mikill mannfjöldi í mibænum í gærkvöld

Mikill mannfjöldi var í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og góð stemming. Veður var gott og að sögn löreglunnar fót allt vel fram. Verslunareigendur við Laugaveginn munu hafa verið hæstánægðir með þetta lokaskot á jólaverslunina.

Þegar líða tók á morguninn var þó kominn urgur í einhverja og þriggja manna slagsmál í Lækjargötu endaði með því að þeir fór allir í Tjörnina. Þaðan hirti lögreglan þá og hlúði að þeim. Þá var lögreglan kölluð út í ofboði þegar tilkynnt var um mann sem hafði verið skorinn á háls. Þegar á staðinn kom reyndist maðurinn aðeins hafa skorið sig á putta, og notað blóð úr sárinu til þess að draga strik yfir hálsinn á sér. Hann gisti hjá lögreglunni í nótt, ekki vegna þessa hrekks, heldur vegna þess hvernig hann var á sig kominn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×