Eimskip gæti fengið milljarð króna í sekt 11. ágúst 2006 07:30 Uppskipun í Sundahöfn Nú hyllir undir lok rannsóknar samkeppnisyfirvalda á meintum brotum Eimskipafélagsins á samkeppnislögum, en rannsóknin hófst haustið 2002. Síðan þá hefur félagið skipt um eigendur og stjórn. MYND/GVA Rannsókn samkeppnisyfirvalda á meintum ólögmætum starfsháttum Eimskipafélagsins er á lokastigi og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er búist við niðurstöðu á haustmánuðum. Eimskip hefur gögn Samkeppniseftirlitsins til skoðunar og á eftir að koma að andmælum sínum, en í þeim er samkvæmt heimildum blaðsins gert ráð fyrir því að Eimskip verði sektað um sem nemur einum milljarði króna. Rannsóknin hófst með húsleit Samkeppnisstofnunar í skrifstofum Eimskipafélagsins í Reykjavík í septemberbyrjun 2002, eftir kæru Samskipa í ágústlok sama ár. Samskip vildi að kannað yrði hvort Eimskipafélagið hefði brotið gegn samkeppnislögum í flutningastarfsemi sinni, meðal annars með undirboðum og misnotkun á markaðsráðandi stöðu í sjóflutningum. Samkomulag var um það gert milli málsaðila að Eimskip fengi eitt að sjá niðurstöður rannsóknarinnar og koma að andmælum áður en endanleg niðurstaða yrði kynnt. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, staðfestir að lögfræðingar félagsins hafi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til skoðunar. Hann segir málið nokkuð flókið og enn mikla óvissu um endanlega niðurstöðu þess og því ekki tímabært að tjá sig um það efnislega. Síðan rannsóknin á meintum brotum Eimskipafélagsins hófst hafa orðið eigendaskipti á félaginu, auk þess sem skipt hefur verið um stjórnendur. Vaknar því spurning um hvar ábyrgðin liggi, verði niðurstaðan á endanum sú að félagið hafi brotið gegn samkeppnislögum og þurfi að greiða sekt. Burðarás keypti Eimskipafélagið hf. og síðan var, við samruna Burðaráss við Straum, gerð sérstök niðurfærsla vegna rannsóknarinnar. Í dag er Eimskip eitt dótturfélaga Avion Group, en Avion keypti Eimskip í maí í fyrra. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að mál Eimskipafélagsins sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni en kveðst hvorki vilja tjá sig um hvar rannsóknin sé stödd eða hvenær henni kunni að ljúka. Þegar þar að kemur segir hann niðurstöðu stofnunarinnar verða birta á vef hennar, samkeppni.is. Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Rannsókn samkeppnisyfirvalda á meintum ólögmætum starfsháttum Eimskipafélagsins er á lokastigi og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er búist við niðurstöðu á haustmánuðum. Eimskip hefur gögn Samkeppniseftirlitsins til skoðunar og á eftir að koma að andmælum sínum, en í þeim er samkvæmt heimildum blaðsins gert ráð fyrir því að Eimskip verði sektað um sem nemur einum milljarði króna. Rannsóknin hófst með húsleit Samkeppnisstofnunar í skrifstofum Eimskipafélagsins í Reykjavík í septemberbyrjun 2002, eftir kæru Samskipa í ágústlok sama ár. Samskip vildi að kannað yrði hvort Eimskipafélagið hefði brotið gegn samkeppnislögum í flutningastarfsemi sinni, meðal annars með undirboðum og misnotkun á markaðsráðandi stöðu í sjóflutningum. Samkomulag var um það gert milli málsaðila að Eimskip fengi eitt að sjá niðurstöður rannsóknarinnar og koma að andmælum áður en endanleg niðurstaða yrði kynnt. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, staðfestir að lögfræðingar félagsins hafi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til skoðunar. Hann segir málið nokkuð flókið og enn mikla óvissu um endanlega niðurstöðu þess og því ekki tímabært að tjá sig um það efnislega. Síðan rannsóknin á meintum brotum Eimskipafélagsins hófst hafa orðið eigendaskipti á félaginu, auk þess sem skipt hefur verið um stjórnendur. Vaknar því spurning um hvar ábyrgðin liggi, verði niðurstaðan á endanum sú að félagið hafi brotið gegn samkeppnislögum og þurfi að greiða sekt. Burðarás keypti Eimskipafélagið hf. og síðan var, við samruna Burðaráss við Straum, gerð sérstök niðurfærsla vegna rannsóknarinnar. Í dag er Eimskip eitt dótturfélaga Avion Group, en Avion keypti Eimskip í maí í fyrra. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að mál Eimskipafélagsins sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni en kveðst hvorki vilja tjá sig um hvar rannsóknin sé stödd eða hvenær henni kunni að ljúka. Þegar þar að kemur segir hann niðurstöðu stofnunarinnar verða birta á vef hennar, samkeppni.is.
Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira