Upplýsingaskyldan þyrfti að vera skýrari 6. september 2006 07:15 Bryndís Hlöðversdóttir Reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að slípa þessar reglur til. Reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi og hvernig bregðast skuli við broti á þeim eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að skýra þessar reglur og slípa þær til. Í stjórnarskránni er ákvæði um að Alþingi geti kosið nefnd þingmanna til að rannsaka einstök mál en þetta ákvæði hefur ekki verið virkt þar sem þingmenn hafa ekki þótt bestu rannsóknarmennirnir. Rannsóknarnefnd af þessu tagi hefur aðeins einu sinni verið skipuð. Það var gert árið 1955 til að rannsaka okur og þótti ekki virka vel. "Þó að upplýsingaskyldan sé klárlega til staðar eru úrræði þingmanna fá ef á reynir og þeir telja að ráðherra hafi leynt þingið einhverju," segir Bryndís. "Það hafa komið upp nokkur dæmi í seinni tíð þar sem erfitt hefur verið að festa hönd á það hvenær skyldan sé til og hvenær ekki. Þessi dæmi hafa leitt í ljós að reglurnar eru óskýrar." "Þarna erum við enn einu sinni að reka okkur á það að tækin sem þingið hefur til að láta reyna á það hvort ráðherra hafi borið upplýsingaskyldu eru ófullkomin. Bryndís telur alvarlegt að ekkert hafi verið gert til að bæta úr þannig að þingið hafi "einhver raunveruleg tæki önnur en pólitískan þrýsting ef það telur að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína," segir hún. Nokkur mál hafa komið upp þar sem þingmenn hafa talið að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína. Sem dæmi má nefna ágreining sem snertir sölu á Símanum fyrir nokkrum árum. Ríkið hafði gert samning við ráðgjafarfyrirtæki og hvíldi viðskiptaleynd yfir reikningum þess. Minnihluti fjárlaganefndar krafðist þess að fá að sjá reikningana en ríkisstjórnin neitaði beiðninni. Annað dæmi tengist deilu sem kom upp þegar landbúnaðarráðherra neitaði að upplýsa um jarðasölur og bar fyrir sig persónuvernd gagnvart kaupendunum. Umræður urðu um þetta í þinginu og var ráðherrann knúinn að veita þessar upplýsingar. Þriðja málið kom svo upp í tengslum við fjárveitingarbeiðni til lögreglunnar. Gögn um fjárþörf lögreglunnar höfðu verið send til fjárlaganefndar og snerist deilan um það hvort Alþingi ætti rétt á að sjá fjárlagabeiðnina eða ekki. Stjórnarandstaðan vildi fá að sjá hvort ríkisstjórnin hefði orðið við beiðni lögreglunnar eða skorið hana niður. Ekki var orðið við þessu. Víðast erlendis eru rannsóknarnefndir settar á laggirnar til að kanna málið og fara faglega ofan í kjölinn á því hvort upplýsingaskylda ráðherra hefði verið brotin eða ekki. Í Danmörku er til dæmis kveðið á um það hvernig rannsóknarnefndir séu skipaðar. Þar er sagt berum orðum að það sé refsivert ef ráðherra gefi villandi upplýsingar eða haldi upplýsingum leyndum. Í Noregi getur það varðað refsiábyrgð að gefa rangar upplýsingar eða láta hjá líða að gefa upplýsingar. Innlent Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi og hvernig bregðast skuli við broti á þeim eru afar óskýrar. Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, telur að nauðsynlegt sé að skýra þessar reglur og slípa þær til. Í stjórnarskránni er ákvæði um að Alþingi geti kosið nefnd þingmanna til að rannsaka einstök mál en þetta ákvæði hefur ekki verið virkt þar sem þingmenn hafa ekki þótt bestu rannsóknarmennirnir. Rannsóknarnefnd af þessu tagi hefur aðeins einu sinni verið skipuð. Það var gert árið 1955 til að rannsaka okur og þótti ekki virka vel. "Þó að upplýsingaskyldan sé klárlega til staðar eru úrræði þingmanna fá ef á reynir og þeir telja að ráðherra hafi leynt þingið einhverju," segir Bryndís. "Það hafa komið upp nokkur dæmi í seinni tíð þar sem erfitt hefur verið að festa hönd á það hvenær skyldan sé til og hvenær ekki. Þessi dæmi hafa leitt í ljós að reglurnar eru óskýrar." "Þarna erum við enn einu sinni að reka okkur á það að tækin sem þingið hefur til að láta reyna á það hvort ráðherra hafi borið upplýsingaskyldu eru ófullkomin. Bryndís telur alvarlegt að ekkert hafi verið gert til að bæta úr þannig að þingið hafi "einhver raunveruleg tæki önnur en pólitískan þrýsting ef það telur að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína," segir hún. Nokkur mál hafa komið upp þar sem þingmenn hafa talið að ráðherra hafi brotið upplýsingaskyldu sína. Sem dæmi má nefna ágreining sem snertir sölu á Símanum fyrir nokkrum árum. Ríkið hafði gert samning við ráðgjafarfyrirtæki og hvíldi viðskiptaleynd yfir reikningum þess. Minnihluti fjárlaganefndar krafðist þess að fá að sjá reikningana en ríkisstjórnin neitaði beiðninni. Annað dæmi tengist deilu sem kom upp þegar landbúnaðarráðherra neitaði að upplýsa um jarðasölur og bar fyrir sig persónuvernd gagnvart kaupendunum. Umræður urðu um þetta í þinginu og var ráðherrann knúinn að veita þessar upplýsingar. Þriðja málið kom svo upp í tengslum við fjárveitingarbeiðni til lögreglunnar. Gögn um fjárþörf lögreglunnar höfðu verið send til fjárlaganefndar og snerist deilan um það hvort Alþingi ætti rétt á að sjá fjárlagabeiðnina eða ekki. Stjórnarandstaðan vildi fá að sjá hvort ríkisstjórnin hefði orðið við beiðni lögreglunnar eða skorið hana niður. Ekki var orðið við þessu. Víðast erlendis eru rannsóknarnefndir settar á laggirnar til að kanna málið og fara faglega ofan í kjölinn á því hvort upplýsingaskylda ráðherra hefði verið brotin eða ekki. Í Danmörku er til dæmis kveðið á um það hvernig rannsóknarnefndir séu skipaðar. Þar er sagt berum orðum að það sé refsivert ef ráðherra gefi villandi upplýsingar eða haldi upplýsingum leyndum. Í Noregi getur það varðað refsiábyrgð að gefa rangar upplýsingar eða láta hjá líða að gefa upplýsingar.
Innlent Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent