Ísland situr í níunda sæti 9. september 2006 03:30 Birgir Tjörvi Pétursson Ísland er í níunda sæti á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða samkvæmt nýrri skýrslu sem mælir að hvaða marki stefnumið og stofnanir ríkja styðja efnahagslegt frelsi. Ísland, sem var í 13. sæti listans í fyrra, fær nú einkunnina 7,9 af 10 mögulegum og hækkar úr 7,7 frá síðasta ári. Að sögn Birgis Tjörva Péturssonar, framkvæmdastjóra RSE, eru grunnatriði efnahagslegs frelsis eignarréttur og frjáls viðskipti með hann. „Hér hefur verið gengið langt í að auka frjálsræði í samfélaginu sem er að skila sér. En það þarf að skoða skýrsluna út frá því hvað við getum bætt. Til dæmis með afnámi viðskiptahindrana, tolla og vörugjalda í landbúnaði. Sama á við um afnám hindrana á fjárfestingum útlendinga í íslensku samfélagi, í sjávarútvegi og hvar þar sem slíkar hindranir eru fyrir hendi.“ Hong Kong heldur efsta sæti listans með 8,7 í einkunn, Singapúr er í öðru sæti með 8,5 og Nýja-Sjáland, Sviss og Bandaríkin deila þriðja til fimmta sæti með 8,2. Skýrslan er birt á vegum Samstarfsnets um efnahagslegt frelsi, sem í eru óháðar rannsóknar- og fræðslustofnanir í meira en sjötíu ríkjum. Þar á meðal er Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, RSE, sem gefur skýrsluna út á Íslandi. Upplýsingar um 130 þjóðir fyrir árið 2004 voru bornar saman en það eru nýjustu tiltæku upplýsingar af þeirri gerð sem notast er við. Einkunnir ríkja eru reiknaðar út frá fimm lykilþáttum vísitölunnar um efnahagslegt frelsi sem eru umsvif hins opinbera, lagalegir innviðir og vernd eignarréttar, aðgangur að traustum gjaldmiðli, alþjóðaviðskipti og reglusetning. Einkunn Íslands hækkar út frá umsvifum hins opinbera og reglusetningu en lækkar lítillega í hinum þremur flokkunum. Í skýrslunni kemur fram að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða þar sem mest hefur áunnist í innleiðingu efnahagslegs frelsis síðan 1985. Flestar þær þjóðir sem lægsta einkunn hafa eru frá Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og fyrrum kommúnistaríkjum. Í niðurstöðum skýrslunnar er sagt að efnahagslegt frelsi sé mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunaraðstoð við að hjálpa fátækum þjóðum að flýja fátæktina. Segir einn höfunda skýrslunnar að krafan um þróunaraðstoð sé venjulega gerð í fjarveru allra raunverulegra sönnunargagna um að hún sé til hagsbóta fyrir þær þjóðir sem taka á móti henni og án þess að spurt sé hvort aðrar betri leiðir séu færar til að draga úr fátækt, sem alþjóðasamfélagið gæti stutt. Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Ísland er í níunda sæti á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða samkvæmt nýrri skýrslu sem mælir að hvaða marki stefnumið og stofnanir ríkja styðja efnahagslegt frelsi. Ísland, sem var í 13. sæti listans í fyrra, fær nú einkunnina 7,9 af 10 mögulegum og hækkar úr 7,7 frá síðasta ári. Að sögn Birgis Tjörva Péturssonar, framkvæmdastjóra RSE, eru grunnatriði efnahagslegs frelsis eignarréttur og frjáls viðskipti með hann. „Hér hefur verið gengið langt í að auka frjálsræði í samfélaginu sem er að skila sér. En það þarf að skoða skýrsluna út frá því hvað við getum bætt. Til dæmis með afnámi viðskiptahindrana, tolla og vörugjalda í landbúnaði. Sama á við um afnám hindrana á fjárfestingum útlendinga í íslensku samfélagi, í sjávarútvegi og hvar þar sem slíkar hindranir eru fyrir hendi.“ Hong Kong heldur efsta sæti listans með 8,7 í einkunn, Singapúr er í öðru sæti með 8,5 og Nýja-Sjáland, Sviss og Bandaríkin deila þriðja til fimmta sæti með 8,2. Skýrslan er birt á vegum Samstarfsnets um efnahagslegt frelsi, sem í eru óháðar rannsóknar- og fræðslustofnanir í meira en sjötíu ríkjum. Þar á meðal er Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, RSE, sem gefur skýrsluna út á Íslandi. Upplýsingar um 130 þjóðir fyrir árið 2004 voru bornar saman en það eru nýjustu tiltæku upplýsingar af þeirri gerð sem notast er við. Einkunnir ríkja eru reiknaðar út frá fimm lykilþáttum vísitölunnar um efnahagslegt frelsi sem eru umsvif hins opinbera, lagalegir innviðir og vernd eignarréttar, aðgangur að traustum gjaldmiðli, alþjóðaviðskipti og reglusetning. Einkunn Íslands hækkar út frá umsvifum hins opinbera og reglusetningu en lækkar lítillega í hinum þremur flokkunum. Í skýrslunni kemur fram að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða þar sem mest hefur áunnist í innleiðingu efnahagslegs frelsis síðan 1985. Flestar þær þjóðir sem lægsta einkunn hafa eru frá Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og fyrrum kommúnistaríkjum. Í niðurstöðum skýrslunnar er sagt að efnahagslegt frelsi sé mun áhrifaríkara en ríkisstyrkt þróunaraðstoð við að hjálpa fátækum þjóðum að flýja fátæktina. Segir einn höfunda skýrslunnar að krafan um þróunaraðstoð sé venjulega gerð í fjarveru allra raunverulegra sönnunargagna um að hún sé til hagsbóta fyrir þær þjóðir sem taka á móti henni og án þess að spurt sé hvort aðrar betri leiðir séu færar til að draga úr fátækt, sem alþjóðasamfélagið gæti stutt.
Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira