Tekur fólk ekki rökum? Einar K. Guðfinnsson skrifar 30. október 2006 23:56 Hér á landi draga nánast engir í efa að veiðar á hvalategundunum langreyði og hrefnu megi stunda með sjálfbærum hætti. Við höfum upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun sem sýna þetta og Alþjóðahvalveiðiráðið hefur staðfest stofnstærðarmatið. Þetta kom skýrt fram í viðtali Fréttablaðsins sl. sunnudag við Greg Donovan formann Vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Óumdeilt er það einnig að við höfum allar heimildir til þess að þjóðarrétti að veiða þessa hvalastofna. Fyrirvarar sem við settum við inngöngu í Alþjóðahvalveiðiráðið eru nú að fullu komnir í gildi. Sjálfsákvörðunarréttur okkur er því ótvíræður. Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa þegar því er haldið fram að þessi réttur okkur skuli undirorpinn afstöðu óskilgreinds almenningsálits í ótilgreindum löndum. Það gerist þegar menn segja að vísindarökin og þjóðréttarrökin skipti engu máli og að við verðum að gefast upp fyrir mótmælum í útlöndum (- sem eru þó ekki mjög alvarleg). Slíkur málflutningur hlýtur að vekja upp spurningar um stöðu okkar sem fullvalda þjóðar í heimi sem byggir á lögum, reglum og stofnanafyrirkomulagi í alþjóðlegum samskiptum. Ekkert slíkt fyrirkomulag er til staðar við aðstæður þar sem viðurkennt er að réttur okkur lúti óskilgreindum og óskilgreinanlegum ákvörðunum hins hvikula almenningsálits og hugtaksins ímyndar í erlendum ríkjum. Værum við í Evrópusambandinu hefðum við þó reglur, dómstóla og lög við að styðjast. Ef við ofurseldum okkur valdi hagsmunasamtaka úti í heimi væri fullveldisréttur fljótlega aðallega orðin tóm. Þessi rök mjög margra þeirra sem tala gegn hvalveiðum (leiðarar Morgunblaðsins eru gott dæmi um þetta) eru þess vegna sorgleg. Og svo er það annað. Gagnrýnendur hvalveiða hérlendis hafa sumir hverjir sagt að þótt rétturinn sé okkar megin þá dugi engin rök á þá sem eru andvígir hvalveiðum okkar t.d. erlendis. Afstaða fólks ráðist af öðru. Getur þetta verið? Er ekki orðræðan og skoðanaskiptin einmitt kjarni lýðræðisins? Hvað gerist þegar við föllumst á að umræðan skipti engu máli? Við erum þá að segja að við getum ekki unnið málstað okkar fylgi með skoðanaskiptum og röksemdafærslum. Tvennt má um þetta segja. Annars vegar er þetta dæmi um ótrúlegan hroka, þar sem bókstaflega er verið að segja að fólk taki ekki rökum. Hins vegar er þetta ávísun á röksemdafærslu þeirra sem ekki viðurkenna grundvöll lýðræðislegs fyrirkomulags. Hætt er við að slík röksemdafærsla færi okkur fljótlega inn á háskalegri brautir en svo, að ég kæri mig einu sinni um að hugsa það til enda. Eigum við því ekki að sameinast um að sjálfsákvörðunarrétturinn sé okkar og trúa því að fólk taki rökum. Annars er stutt í að sjálfsmynd þjóðarinnar verði býsna óskýr og röksemdafærsla lýðræðisfjenda taki öll völd. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hér á landi draga nánast engir í efa að veiðar á hvalategundunum langreyði og hrefnu megi stunda með sjálfbærum hætti. Við höfum upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun sem sýna þetta og Alþjóðahvalveiðiráðið hefur staðfest stofnstærðarmatið. Þetta kom skýrt fram í viðtali Fréttablaðsins sl. sunnudag við Greg Donovan formann Vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Óumdeilt er það einnig að við höfum allar heimildir til þess að þjóðarrétti að veiða þessa hvalastofna. Fyrirvarar sem við settum við inngöngu í Alþjóðahvalveiðiráðið eru nú að fullu komnir í gildi. Sjálfsákvörðunarréttur okkur er því ótvíræður. Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa þegar því er haldið fram að þessi réttur okkur skuli undirorpinn afstöðu óskilgreinds almenningsálits í ótilgreindum löndum. Það gerist þegar menn segja að vísindarökin og þjóðréttarrökin skipti engu máli og að við verðum að gefast upp fyrir mótmælum í útlöndum (- sem eru þó ekki mjög alvarleg). Slíkur málflutningur hlýtur að vekja upp spurningar um stöðu okkar sem fullvalda þjóðar í heimi sem byggir á lögum, reglum og stofnanafyrirkomulagi í alþjóðlegum samskiptum. Ekkert slíkt fyrirkomulag er til staðar við aðstæður þar sem viðurkennt er að réttur okkur lúti óskilgreindum og óskilgreinanlegum ákvörðunum hins hvikula almenningsálits og hugtaksins ímyndar í erlendum ríkjum. Værum við í Evrópusambandinu hefðum við þó reglur, dómstóla og lög við að styðjast. Ef við ofurseldum okkur valdi hagsmunasamtaka úti í heimi væri fullveldisréttur fljótlega aðallega orðin tóm. Þessi rök mjög margra þeirra sem tala gegn hvalveiðum (leiðarar Morgunblaðsins eru gott dæmi um þetta) eru þess vegna sorgleg. Og svo er það annað. Gagnrýnendur hvalveiða hérlendis hafa sumir hverjir sagt að þótt rétturinn sé okkar megin þá dugi engin rök á þá sem eru andvígir hvalveiðum okkar t.d. erlendis. Afstaða fólks ráðist af öðru. Getur þetta verið? Er ekki orðræðan og skoðanaskiptin einmitt kjarni lýðræðisins? Hvað gerist þegar við föllumst á að umræðan skipti engu máli? Við erum þá að segja að við getum ekki unnið málstað okkar fylgi með skoðanaskiptum og röksemdafærslum. Tvennt má um þetta segja. Annars vegar er þetta dæmi um ótrúlegan hroka, þar sem bókstaflega er verið að segja að fólk taki ekki rökum. Hins vegar er þetta ávísun á röksemdafærslu þeirra sem ekki viðurkenna grundvöll lýðræðislegs fyrirkomulags. Hætt er við að slík röksemdafærsla færi okkur fljótlega inn á háskalegri brautir en svo, að ég kæri mig einu sinni um að hugsa það til enda. Eigum við því ekki að sameinast um að sjálfsákvörðunarrétturinn sé okkar og trúa því að fólk taki rökum. Annars er stutt í að sjálfsmynd þjóðarinnar verði býsna óskýr og röksemdafærsla lýðræðisfjenda taki öll völd. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar