Ofbeldi gegn börnum – samfélagslegt vandamál 3. nóvember 2006 05:00 Í Palestínu búa börn við daglegt ofbeldi og vopnaskak, á Indlandi alast börn upp í vændishúsum, í Síerra Leóne þræla börn í demantanámum, í Súdan og Austur-Kongó hafa börn séð foreldra sína og vini myrta. Víða í Afríku er stúlkubörnum nauðgað af HIV smituðum mönnum og árlega eru yfir milljónir barna seldar eins og hverjar aðrar vörur á milli landa. Ofbeldi gegn börnum má finna í öllum löndum heims og á öllum samfélagsstigum. Samkvæmt nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á allsherjarþinginu nýlega kemur fram að ofbeldi gegn börnum sé iðulega hulið og jafnvel félagslega samþykkt. Með skýrslunni, sem gerð var í samstarfi við UNICEF, Mannréttindaráðið og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, er í fyrsta skipti gerð heildstæð greining á eðli og umfangi ofbeldis gegn börnum. Í skýrslunni kemur fram að ofbeldi gegn börnum eigi sér margar birtingarmyndir, til dæmis í kynferðislegu ofbeldi, líkamlegum og niðurlægjandi refsingum, vanrækslu, pyndingum, vinnuþrælkun, misnotkun, skaðlegum hefðum (t.d. umskurði stúlkna), þvinguðu hjónabandi, mismunun og heiðursmorðum. Auk þess kemur fram að gerandinn er yfirleitt sá sem barnið á að geta treyst t.d. foreldri, kennari eða yfirmaður. Þó svo að afleiðingar ofbeldis séu oft mismunandi eftir eðli og alvarleika þess, eru skyndi- og langtíma áhrif á barnið mjög skaðleg. Líkamleg og tilfinningaleg ör geta haft verulegar afleiðingar fyrir þroska barnsins, heilsu þess og getu til náms. Rannsóknir sýna að ef aðili hefur orðið fyrir ofbeldi í bernsku er hann líklegri til áhættuhegðunar síðar á lífsleiðinni, t.d að misnota áfengi og fíkniefni og átraskanir. Þessi hegðun getur svo aftur leitt til sjúkdóma (t.d. krabbameins, þunglyndis eða æða- og hjartasjúkdóma) og jafnvel dauða. Þegar skýrslan var kynnt benti Ann M. Veneman, framkvæmdastjóri UNICEF, á að ofbeldi hefði ekki bara viðvarandi áhrif á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra heldur á samfélagið í heild sinni. Aðalhöfundur skýrslunnar, Paulo Sérgio Pinheiro, segir að allir hafi sínu hlutverki að gegna við að sporna við ofbeldi gegn börnum, en að ríkið verði að axla mestu ábyrgðina. Til að ráðast að rót vandans verður að veita aukið fé til áætlana og forvarnarstarfs og byggja upp áhrifaríkari löggjöf um málefnið, en það væri ekki bara til að tryggja refsingu brotamanna heldur væri verið að senda skýr og ótvíræð skilaboð um að samfélagið líði ekki ofbeldi gegn börnum. Í flestum tilfellum er um hulið ofbeldi að ræða og þess vegna sýna tölulegar upplýsingar oft aðeins lítið brot af vandamálinu. Samt sem áður gefur skýrslan ógnvænlega mynd af ástandinu. Til dæmis er áætlað að 218 milljónir barna stundi vinnu og þar af er rúmlega helmingur þeirra í mjög skaðlegum störfum. 1.8 milljónir barna eru þvinguð til vændis eða til starfa í klámiðnaðinum. Árið 2002 var 150 milljónum stúlkna og 73 milljónum drengja nauðgað eða þau beitt kynferðislegu ofbeldi. Allt frá 133 til 275 milljónum barna upplifa heimilisofbeldi árlega. UNICEF og Barnaheill á Íslandi kynntu skýrsluna sameiginlega hér á landi, enda koma bæði samtökin alþjóðlega að gerð skýrslunnar. Samtökin fagna skýrslunni mjög og vonast til þess að hún verði til þess að draga úr ofbeldi gegn börnum hvar sem það kann að finnast. Ofbeldi gegn börnum getur aldrei verið réttlætanlegt og á ekki að viðgangast undir nafni aga eða vegna menningarlegra hefða. Þó svo börn á Íslandi búi við betri kost en jafnaldrar þeirra víða annars staðar, þá megum við vel gera betur. UNICEF á Íslandi og Barnaheill hvetja þau sem koma að málefnum barna á Íslandi að taka skýrsluna til athugunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Í Palestínu búa börn við daglegt ofbeldi og vopnaskak, á Indlandi alast börn upp í vændishúsum, í Síerra Leóne þræla börn í demantanámum, í Súdan og Austur-Kongó hafa börn séð foreldra sína og vini myrta. Víða í Afríku er stúlkubörnum nauðgað af HIV smituðum mönnum og árlega eru yfir milljónir barna seldar eins og hverjar aðrar vörur á milli landa. Ofbeldi gegn börnum má finna í öllum löndum heims og á öllum samfélagsstigum. Samkvæmt nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á allsherjarþinginu nýlega kemur fram að ofbeldi gegn börnum sé iðulega hulið og jafnvel félagslega samþykkt. Með skýrslunni, sem gerð var í samstarfi við UNICEF, Mannréttindaráðið og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, er í fyrsta skipti gerð heildstæð greining á eðli og umfangi ofbeldis gegn börnum. Í skýrslunni kemur fram að ofbeldi gegn börnum eigi sér margar birtingarmyndir, til dæmis í kynferðislegu ofbeldi, líkamlegum og niðurlægjandi refsingum, vanrækslu, pyndingum, vinnuþrælkun, misnotkun, skaðlegum hefðum (t.d. umskurði stúlkna), þvinguðu hjónabandi, mismunun og heiðursmorðum. Auk þess kemur fram að gerandinn er yfirleitt sá sem barnið á að geta treyst t.d. foreldri, kennari eða yfirmaður. Þó svo að afleiðingar ofbeldis séu oft mismunandi eftir eðli og alvarleika þess, eru skyndi- og langtíma áhrif á barnið mjög skaðleg. Líkamleg og tilfinningaleg ör geta haft verulegar afleiðingar fyrir þroska barnsins, heilsu þess og getu til náms. Rannsóknir sýna að ef aðili hefur orðið fyrir ofbeldi í bernsku er hann líklegri til áhættuhegðunar síðar á lífsleiðinni, t.d að misnota áfengi og fíkniefni og átraskanir. Þessi hegðun getur svo aftur leitt til sjúkdóma (t.d. krabbameins, þunglyndis eða æða- og hjartasjúkdóma) og jafnvel dauða. Þegar skýrslan var kynnt benti Ann M. Veneman, framkvæmdastjóri UNICEF, á að ofbeldi hefði ekki bara viðvarandi áhrif á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra heldur á samfélagið í heild sinni. Aðalhöfundur skýrslunnar, Paulo Sérgio Pinheiro, segir að allir hafi sínu hlutverki að gegna við að sporna við ofbeldi gegn börnum, en að ríkið verði að axla mestu ábyrgðina. Til að ráðast að rót vandans verður að veita aukið fé til áætlana og forvarnarstarfs og byggja upp áhrifaríkari löggjöf um málefnið, en það væri ekki bara til að tryggja refsingu brotamanna heldur væri verið að senda skýr og ótvíræð skilaboð um að samfélagið líði ekki ofbeldi gegn börnum. Í flestum tilfellum er um hulið ofbeldi að ræða og þess vegna sýna tölulegar upplýsingar oft aðeins lítið brot af vandamálinu. Samt sem áður gefur skýrslan ógnvænlega mynd af ástandinu. Til dæmis er áætlað að 218 milljónir barna stundi vinnu og þar af er rúmlega helmingur þeirra í mjög skaðlegum störfum. 1.8 milljónir barna eru þvinguð til vændis eða til starfa í klámiðnaðinum. Árið 2002 var 150 milljónum stúlkna og 73 milljónum drengja nauðgað eða þau beitt kynferðislegu ofbeldi. Allt frá 133 til 275 milljónum barna upplifa heimilisofbeldi árlega. UNICEF og Barnaheill á Íslandi kynntu skýrsluna sameiginlega hér á landi, enda koma bæði samtökin alþjóðlega að gerð skýrslunnar. Samtökin fagna skýrslunni mjög og vonast til þess að hún verði til þess að draga úr ofbeldi gegn börnum hvar sem það kann að finnast. Ofbeldi gegn börnum getur aldrei verið réttlætanlegt og á ekki að viðgangast undir nafni aga eða vegna menningarlegra hefða. Þó svo börn á Íslandi búi við betri kost en jafnaldrar þeirra víða annars staðar, þá megum við vel gera betur. UNICEF á Íslandi og Barnaheill hvetja þau sem koma að málefnum barna á Íslandi að taka skýrsluna til athugunar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun