Ofbeldi gegn börnum – samfélagslegt vandamál 3. nóvember 2006 05:00 Í Palestínu búa börn við daglegt ofbeldi og vopnaskak, á Indlandi alast börn upp í vændishúsum, í Síerra Leóne þræla börn í demantanámum, í Súdan og Austur-Kongó hafa börn séð foreldra sína og vini myrta. Víða í Afríku er stúlkubörnum nauðgað af HIV smituðum mönnum og árlega eru yfir milljónir barna seldar eins og hverjar aðrar vörur á milli landa. Ofbeldi gegn börnum má finna í öllum löndum heims og á öllum samfélagsstigum. Samkvæmt nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á allsherjarþinginu nýlega kemur fram að ofbeldi gegn börnum sé iðulega hulið og jafnvel félagslega samþykkt. Með skýrslunni, sem gerð var í samstarfi við UNICEF, Mannréttindaráðið og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, er í fyrsta skipti gerð heildstæð greining á eðli og umfangi ofbeldis gegn börnum. Í skýrslunni kemur fram að ofbeldi gegn börnum eigi sér margar birtingarmyndir, til dæmis í kynferðislegu ofbeldi, líkamlegum og niðurlægjandi refsingum, vanrækslu, pyndingum, vinnuþrælkun, misnotkun, skaðlegum hefðum (t.d. umskurði stúlkna), þvinguðu hjónabandi, mismunun og heiðursmorðum. Auk þess kemur fram að gerandinn er yfirleitt sá sem barnið á að geta treyst t.d. foreldri, kennari eða yfirmaður. Þó svo að afleiðingar ofbeldis séu oft mismunandi eftir eðli og alvarleika þess, eru skyndi- og langtíma áhrif á barnið mjög skaðleg. Líkamleg og tilfinningaleg ör geta haft verulegar afleiðingar fyrir þroska barnsins, heilsu þess og getu til náms. Rannsóknir sýna að ef aðili hefur orðið fyrir ofbeldi í bernsku er hann líklegri til áhættuhegðunar síðar á lífsleiðinni, t.d að misnota áfengi og fíkniefni og átraskanir. Þessi hegðun getur svo aftur leitt til sjúkdóma (t.d. krabbameins, þunglyndis eða æða- og hjartasjúkdóma) og jafnvel dauða. Þegar skýrslan var kynnt benti Ann M. Veneman, framkvæmdastjóri UNICEF, á að ofbeldi hefði ekki bara viðvarandi áhrif á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra heldur á samfélagið í heild sinni. Aðalhöfundur skýrslunnar, Paulo Sérgio Pinheiro, segir að allir hafi sínu hlutverki að gegna við að sporna við ofbeldi gegn börnum, en að ríkið verði að axla mestu ábyrgðina. Til að ráðast að rót vandans verður að veita aukið fé til áætlana og forvarnarstarfs og byggja upp áhrifaríkari löggjöf um málefnið, en það væri ekki bara til að tryggja refsingu brotamanna heldur væri verið að senda skýr og ótvíræð skilaboð um að samfélagið líði ekki ofbeldi gegn börnum. Í flestum tilfellum er um hulið ofbeldi að ræða og þess vegna sýna tölulegar upplýsingar oft aðeins lítið brot af vandamálinu. Samt sem áður gefur skýrslan ógnvænlega mynd af ástandinu. Til dæmis er áætlað að 218 milljónir barna stundi vinnu og þar af er rúmlega helmingur þeirra í mjög skaðlegum störfum. 1.8 milljónir barna eru þvinguð til vændis eða til starfa í klámiðnaðinum. Árið 2002 var 150 milljónum stúlkna og 73 milljónum drengja nauðgað eða þau beitt kynferðislegu ofbeldi. Allt frá 133 til 275 milljónum barna upplifa heimilisofbeldi árlega. UNICEF og Barnaheill á Íslandi kynntu skýrsluna sameiginlega hér á landi, enda koma bæði samtökin alþjóðlega að gerð skýrslunnar. Samtökin fagna skýrslunni mjög og vonast til þess að hún verði til þess að draga úr ofbeldi gegn börnum hvar sem það kann að finnast. Ofbeldi gegn börnum getur aldrei verið réttlætanlegt og á ekki að viðgangast undir nafni aga eða vegna menningarlegra hefða. Þó svo börn á Íslandi búi við betri kost en jafnaldrar þeirra víða annars staðar, þá megum við vel gera betur. UNICEF á Íslandi og Barnaheill hvetja þau sem koma að málefnum barna á Íslandi að taka skýrsluna til athugunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í Palestínu búa börn við daglegt ofbeldi og vopnaskak, á Indlandi alast börn upp í vændishúsum, í Síerra Leóne þræla börn í demantanámum, í Súdan og Austur-Kongó hafa börn séð foreldra sína og vini myrta. Víða í Afríku er stúlkubörnum nauðgað af HIV smituðum mönnum og árlega eru yfir milljónir barna seldar eins og hverjar aðrar vörur á milli landa. Ofbeldi gegn börnum má finna í öllum löndum heims og á öllum samfélagsstigum. Samkvæmt nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á allsherjarþinginu nýlega kemur fram að ofbeldi gegn börnum sé iðulega hulið og jafnvel félagslega samþykkt. Með skýrslunni, sem gerð var í samstarfi við UNICEF, Mannréttindaráðið og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, er í fyrsta skipti gerð heildstæð greining á eðli og umfangi ofbeldis gegn börnum. Í skýrslunni kemur fram að ofbeldi gegn börnum eigi sér margar birtingarmyndir, til dæmis í kynferðislegu ofbeldi, líkamlegum og niðurlægjandi refsingum, vanrækslu, pyndingum, vinnuþrælkun, misnotkun, skaðlegum hefðum (t.d. umskurði stúlkna), þvinguðu hjónabandi, mismunun og heiðursmorðum. Auk þess kemur fram að gerandinn er yfirleitt sá sem barnið á að geta treyst t.d. foreldri, kennari eða yfirmaður. Þó svo að afleiðingar ofbeldis séu oft mismunandi eftir eðli og alvarleika þess, eru skyndi- og langtíma áhrif á barnið mjög skaðleg. Líkamleg og tilfinningaleg ör geta haft verulegar afleiðingar fyrir þroska barnsins, heilsu þess og getu til náms. Rannsóknir sýna að ef aðili hefur orðið fyrir ofbeldi í bernsku er hann líklegri til áhættuhegðunar síðar á lífsleiðinni, t.d að misnota áfengi og fíkniefni og átraskanir. Þessi hegðun getur svo aftur leitt til sjúkdóma (t.d. krabbameins, þunglyndis eða æða- og hjartasjúkdóma) og jafnvel dauða. Þegar skýrslan var kynnt benti Ann M. Veneman, framkvæmdastjóri UNICEF, á að ofbeldi hefði ekki bara viðvarandi áhrif á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra heldur á samfélagið í heild sinni. Aðalhöfundur skýrslunnar, Paulo Sérgio Pinheiro, segir að allir hafi sínu hlutverki að gegna við að sporna við ofbeldi gegn börnum, en að ríkið verði að axla mestu ábyrgðina. Til að ráðast að rót vandans verður að veita aukið fé til áætlana og forvarnarstarfs og byggja upp áhrifaríkari löggjöf um málefnið, en það væri ekki bara til að tryggja refsingu brotamanna heldur væri verið að senda skýr og ótvíræð skilaboð um að samfélagið líði ekki ofbeldi gegn börnum. Í flestum tilfellum er um hulið ofbeldi að ræða og þess vegna sýna tölulegar upplýsingar oft aðeins lítið brot af vandamálinu. Samt sem áður gefur skýrslan ógnvænlega mynd af ástandinu. Til dæmis er áætlað að 218 milljónir barna stundi vinnu og þar af er rúmlega helmingur þeirra í mjög skaðlegum störfum. 1.8 milljónir barna eru þvinguð til vændis eða til starfa í klámiðnaðinum. Árið 2002 var 150 milljónum stúlkna og 73 milljónum drengja nauðgað eða þau beitt kynferðislegu ofbeldi. Allt frá 133 til 275 milljónum barna upplifa heimilisofbeldi árlega. UNICEF og Barnaheill á Íslandi kynntu skýrsluna sameiginlega hér á landi, enda koma bæði samtökin alþjóðlega að gerð skýrslunnar. Samtökin fagna skýrslunni mjög og vonast til þess að hún verði til þess að draga úr ofbeldi gegn börnum hvar sem það kann að finnast. Ofbeldi gegn börnum getur aldrei verið réttlætanlegt og á ekki að viðgangast undir nafni aga eða vegna menningarlegra hefða. Þó svo börn á Íslandi búi við betri kost en jafnaldrar þeirra víða annars staðar, þá megum við vel gera betur. UNICEF á Íslandi og Barnaheill hvetja þau sem koma að málefnum barna á Íslandi að taka skýrsluna til athugunar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun