Skáldlegur Össur 12. desember 2006 05:00 Heldur var þingflokksformaður Samfylkingarinnar brjóstumkennanlegur í Fréttablaðinu í gær, 12. desember. Pistill hans fjallar eingöngu um Framsóknarflokkinn og ekki í fyrsta sinn. Aðfinnsluefni þau er hann tekur fyrir eru afbökuð og rangtúlkuð af þeirri natni sem Össuri einum er lagið - kryddað með samsæriskenningum, sérfræðisviði þingflokksformannsins. Það skondna í þessu öllu er að Össur er í reynd ekki að fjalla um Framsókn. Skammir hans snúa allar að Samfylkingunni! Stöðu sinnar vegna og tengsla við formann sinn kýs Össur að skamma Framsókn en meinar auðvitað Samfylkinguna og ekki síður ISG. Hann er barinn og smáður eftir að Ingibjörg Sólrún kvað upp þann dóm að þingflokkurinn undir forystu Össurar væri ekki á vetur setjandi því þjóðin treysti þessu liði ekki. Sárt fyrir Össur að fá slíka flengingu en í stað þess að svara Ingibjörgu Sólrúnu beint þá velur hann að sneiða til hennar í gegnum Framsókn. Eða hver skilur ekki talið um vingulshátt? Í raun skiptir engu hvar borið er niður. Stefna SF ræðst af því hver talar hverju sinni. Nú síðast í RÚV málinu þar sem sjálfur varaformaður SF virðist sama sinnis og stjórnarsinnar meðan aðrir vilja annað. Frægur er hringlandinn um stóriðjustefnu SF. Skiptir þar máli hvort tala Kristján Möller og Einar Már eða Þórunn og Mörður. Sama má segja í félagsmálum og heilbrigðisstefna varaformannsins frjálslynda er öll önnur en hinnar varkáru Jóhönnu. Í sjávarútvegsmálum þarf marga talsmenn til að fá fram allar stefnur SF. Þannig má taka fyrir hvern málaflokkinn af öðrum. Stefnan er jafn skýr og talsmenn eru margir. Líkist helst kvikuhlaupi sem enginn veit hvar brýst fram. Það er þetta stefnuleysi sem Ingjbörg Sólrún skammar þingflokkinn fyrir og Össur bregst við með því að skamma Framsókn. Þetta er alþekkt stílbragð þegar menn vilja koma föstum skotum fram en vera samt í skjóli. Össuri er þetta skjól Framsókn að þessu sinni og verður fróðlegt að sjá hvar næsta haldreipi finnst. Nú er hins vegar orðið tímabært fyrir Össur að líta í eigin barm því þar undir slær þrátt fyrir allt milt hjarta og vænt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Heldur var þingflokksformaður Samfylkingarinnar brjóstumkennanlegur í Fréttablaðinu í gær, 12. desember. Pistill hans fjallar eingöngu um Framsóknarflokkinn og ekki í fyrsta sinn. Aðfinnsluefni þau er hann tekur fyrir eru afbökuð og rangtúlkuð af þeirri natni sem Össuri einum er lagið - kryddað með samsæriskenningum, sérfræðisviði þingflokksformannsins. Það skondna í þessu öllu er að Össur er í reynd ekki að fjalla um Framsókn. Skammir hans snúa allar að Samfylkingunni! Stöðu sinnar vegna og tengsla við formann sinn kýs Össur að skamma Framsókn en meinar auðvitað Samfylkinguna og ekki síður ISG. Hann er barinn og smáður eftir að Ingibjörg Sólrún kvað upp þann dóm að þingflokkurinn undir forystu Össurar væri ekki á vetur setjandi því þjóðin treysti þessu liði ekki. Sárt fyrir Össur að fá slíka flengingu en í stað þess að svara Ingibjörgu Sólrúnu beint þá velur hann að sneiða til hennar í gegnum Framsókn. Eða hver skilur ekki talið um vingulshátt? Í raun skiptir engu hvar borið er niður. Stefna SF ræðst af því hver talar hverju sinni. Nú síðast í RÚV málinu þar sem sjálfur varaformaður SF virðist sama sinnis og stjórnarsinnar meðan aðrir vilja annað. Frægur er hringlandinn um stóriðjustefnu SF. Skiptir þar máli hvort tala Kristján Möller og Einar Már eða Þórunn og Mörður. Sama má segja í félagsmálum og heilbrigðisstefna varaformannsins frjálslynda er öll önnur en hinnar varkáru Jóhönnu. Í sjávarútvegsmálum þarf marga talsmenn til að fá fram allar stefnur SF. Þannig má taka fyrir hvern málaflokkinn af öðrum. Stefnan er jafn skýr og talsmenn eru margir. Líkist helst kvikuhlaupi sem enginn veit hvar brýst fram. Það er þetta stefnuleysi sem Ingjbörg Sólrún skammar þingflokkinn fyrir og Össur bregst við með því að skamma Framsókn. Þetta er alþekkt stílbragð þegar menn vilja koma föstum skotum fram en vera samt í skjóli. Össuri er þetta skjól Framsókn að þessu sinni og verður fróðlegt að sjá hvar næsta haldreipi finnst. Nú er hins vegar orðið tímabært fyrir Össur að líta í eigin barm því þar undir slær þrátt fyrir allt milt hjarta og vænt.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar