Innlent

Níutíu kærðir fyrir smygl

MYND/GVA

Um níutíu kæruskýrslur voru gerðar hjá embætti sýslumannsins á Seyðisfirði um helgina, flestar vegna smygltilrauna. Óvenju mikil umferð var um Egilsstaðaflugvöll um helgina en þrjár fullar flugvélar frá Póllandi lentu þar með verkamenn, ein frá Ítalíu og sú fimmta frá Kaupmannahöfn. Alls komu um 900 farþegar með þessum flugvélum. Í flestum tilfellum reyndu menn að taka með sér inn í landið matvæli, áfengi og tóbak umfram heimildir en auk þess komu upp tvö minniháttar fíkniefnamál. Tollayfirvöld á Seyðisfirði höfðu nokkurn viðbúnað vegna komu flugvélanna, til að mynda voru fimm fíkniefnahundar notaðir við leit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×