Lögreglan á Ísafirði hefur sleppt tveimur mönnum úr haldi sem grunaðir eru um hasssölu. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðasta föstudag sem átti að renna út síðdegis í dag en málið telst nú upplýst. Öðrum manninum var sleppt í gærkvöldi en hinum í morgun. Þeir hafa játað að dreifa kannabisefnum á norðanverðum Vestfjörðum.
Rúmlega 50 grömm af hassi og yfir 100 þúsund krónur í peningum fundust við húsleit á heimili síðasta fimmtudag og voru mennirnir handteknir í framhaldi af því. Annar er tæplega tvítugur en hinn á þrítugsaldri.