Innlent

Landspítalinn skaðabótaskyldur gagnvart konu

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Landspítalinn væri skaðabótaskyldur gagnvart fimmtugri konu vegna læknismeðferðar hjá spítalanum.

Konan greindist með brjósklos í febrúar árið 2000 og fór þá í aðgerð á spítalanum. Hún fann hins vegar fljótlega aftur til verkja en var þó ekki send í aðra aðgerð fyrr en í apríl. Konan hélt því fram að vegna þessa hefði hún orðið fyrir tímabundnu atvinnutjóni, þjáningum, varanlegum miska og varanlegri örorku og sótti því spítalann til saka fyrir ófullnægjandi meðferð.

Héraðsdómur féllst á að læknismeðferð hefði verið ábótavant og að varanlegur skaði sem konan hlaut hefði komið til vegna tafa á rannsóknum og meðferð. Því væri spítalinn skaðabótaskyldur gagnvart konunni, en hún verður að höfða annað mál til þess að fá bætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×