Erlent

Ráðherrar Likud segja sig úr stjórn

Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likud - fyrir miðju, kemur til kjörfundar í fylgd lífvarða sinna og aðstoðarmanna.
Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likud - fyrir miðju, kemur til kjörfundar í fylgd lífvarða sinna og aðstoðarmanna. MYND/AP

Þrír ráðherrar úr Likudbandalaginu sögðu sig í dag úr ísraelsku ríkisstjórninni. Búist er við að fjórði og síðasti ráðherra flokksins segi af sér embætti á ríkisstjórnarfundi næsta sunnudag.

Benjamin Netanjyahu, formaður Likud, skipaði ráðherrum flokksins að segja sig úr stjórninni í dag, sama dag og prófkjör er haldið í flokknum.

Ísraelskir fjölmiðlar greina frá því að Shimon Peres, fyrrum utanríkisráðherra og fyrrum formaður Verkamannaflokksins, verði skipaður utanríkisráðherra fram yfir þingkosningar sem verða haldnar 28. mars næst komandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×