Innlent

Maður sóttur eftir veltu í Bólstaðarhlíðarbrekku

Karlmaður, sem var einn í bíl sínum slasaðist alvarlega þegar bíllinn valt í Bólstaðahlíðarbrekku ofan við Húnaver seint í gærkvöldi og valt nokkarar veltur. Björgunarmenn þurftu að klippa flakið utan af manninum og var kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hún braust norður í éljagangi og afar slæmu skygni og gat loks lent á Blönduósi, þangað sem maðurinn var fluttur. Þyrlan lenti með hann í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt og liggur maðurinn á Landspítalanum. Hann mun þó ekki vera í lífshættu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×