Innlent

Hegningarlagabrotum snarfækkar

stefán

Hegningarlagabrotum hefur fækkað um 55 prósent í Hafnarfirði frá því í ársbyrjun 2003 þegar lögreglan þar setti sér fyrst stefnu og markmið. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði sem Lögreglan í Hafnarfirði hefur birt.

Þar sést jafnframt að innbrotum fækkaði um 31 prósent í fyrra frá árinu þar á undan og hefur fækkað um fjörutíu prósent frá árinu 2002. Þjófnuðum hefur fækkað um 46 prósent og eignaspjöllum um rúman þriðjung. Þá hefur umferðaróhöppum fækkað um þrettán prósent og umferðarslysum um meira en helming á þremur árum á sama tíma og umferðarþungi hefur aukist um fimmtung.

Fjöldi skráðra fíkniefnabrota hefur hins vegar tvöfaldast síðustu þrjú árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×