Innlent

Ræningjans enn leitað

Lögreglan leitar enn mannsins sem rændi Happdrætti Háskólans í hádeginu. Maðurinn var klæddur í dökkbláan Kraft-galla. Þeir sem gefið geta upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100.

Vopnaður maður rændi Happdrætti Háskóla Íslands í Tjarnargötu laust fyrir klukkan tólf í dag. Maðurinn ruddist inn, veifaði byssu og sagðist vera að ræna útibúið: Hann vatt sér síðan að næsta peningakassa, tók laust fé úr honum og hvarf á braut. Honum var veitt eftirför en hefur enn ekki fundist. Maðurinn var grímuklæddur en ekki er vitað hvort byssan sem hann veifaði var alvörubyssa eða eftirlíking. Maðurinn var íklæddur bláum kraftgalla sem hann afklæddis á flóttanum í nálægum húsgarði. Enginn starfsmaður slasaðist í ráninu. Lögreglan vinnur nú að því að taka skýrslur af starfsfólki sem var við vinnu þegar þetta fyrsta vopnaða rán í 70 ára sögu Happdrættis Háskóla Íslands átti sér stað. Lögregla biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að ráninu eða flótta mannsins að hafa þegar samband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×