Innlent

Áform á Suðvesturhorni hafi ekki áhrif á álver á Norðurlandi

MYND/Valgarður

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði á fjölmennum borgarafundi á Akureyri í gærkvöldi, að áform um frekari uppbyggingu álvera á Suðvesturlandi, myndu ekki hafa áhrif á mögulegt álver á Norðurlandi.

Þetta helgast ekki síst af því að fyrir liggur ákvörðun um að flytja ekki orku til stóriðju á milli landshluta. Álver á Noðrurlandi fengi raforku frá vatsaflsvirkjunum í Skagafirði eða jarðvarmavirkjunum í grennd við Mývatn. Andstaða hefur komið upp við vatnsaflsvirkjanir í Skagafirði, en síður við hinn kostinn. Þá ítrekaði framkvæmdatjóri þróunarsviðs Alcoa, að það ræðst í þessum mánuði hvort Alcoa kýs að reisa nýtt álver á Dysnesi í Eyjafilrði, Bakka við Húsavík eða á Brimnesi í Skagafirði. Gert er ráð fyrir allt að 250 þúsund tonna álveri, með 350 manna starfsliði og 450 svonefndum afleiddum störfum. Fjárfesting félagsins gæti numið allt að 75 milljörðum króna, framkvæmdir myndu hefjast við álversbyggingu árið 2010 og framleiðsla þar árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×