Innlent

Tókust á í kappræðum í kvöld

MYND(Vilhelm

Skipulagsmálin voru áberandi þegar frambjóðendurnir þrír, sem sækjast eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í næstu borgarstjórnarkosningum, tókust á í kappræðum í kvöld.

Fjöldi fólks var saman kominn á skemmtistaðnum NASA þar sem spurningum var beint til þeirra Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra og borgarfulltrúanna Dags B. Eggertssonar og Stefáns Jóns Hafstein, en prófkjör Samfylkingarinnar verður haldið um helgina.

Skipulagsmálin brunnu á fundarmönnum, þar á meðal flugvallarmálið en allir frambjóðendur lýstu því yfir að þeir vildu völlinn burt úr Vatnsmýrinni. Sundabrautin og lóðaúthlutanir voru einnig rædd og sömuleiðis hitamál síðustu daga, skólamáltíðirnar.

Skoðanaágreiningur virtist hins vegar lítill þar til fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins steig í pontu og spurði frambjóðendurna um afstöðu þeirra til umferðarmála og almenningssamgangna. Þar tókust á sjónarmið einkabílsins og almenningssamgangna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×