Innlent

Bæjarstjórar í fyrstu sætum

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri hlaut yfirburðakosningu í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Akureyri í gær. Þá hlaut Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, afgerandi meirihluta atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Álftanesi og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði fékk einnig góða kosningu.

Um tólfhundruð manns tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Akureyri í gær og hlaut Kristján Þór tæp áttatíu prósent atkvæða. Sigrún Björk Jakobsdóttir hafnaði í öðru sæti og Elín Margrét Hallgrímsdóttir það þriðja. Sigurbjörn Gunnarsson og Oktavía Jóhannesdóttir, sem nýverið gengu til liðs við Sjálfstæðisflokkinn höfnuðu í níunda og fimmtánda sæti í prófkjörinu. Alls voru fimmtán hundruð manns á kjörskrá og var kjörsókn sjötíu og sjö prósent. Sjálfstæðismenn á Ísafirði héldu einnig prófkjör í gær og hlaut Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði rúmlega sextíu prósent atkvæða í fyrsta sætið. Annað sæti skipar Birna Lárusdóttir og Gísli Halldór Halldórsson þriðja sætið. Sjöhundruð þrjátíu og fjórir voru á kjörskrá og um áttatíu prósent þeirra tóku þátt. Það var víðar sem bæjarstjórar náðu góðu kjöri í prófkjöri sjálfstæðismanna í gær því Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi fékk áttatíu prósent atkvæða eins og félagi hans bæjarstjórinn á Akureyri. Í öðru sæti hafnaði Sigríður Rósa Magnúsdóttir og Kristinn Guðlaugsson hafnaði í því þriðja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×