Innlent

Þyngri dómar fyrir kynferðisafbrot

MYND/Stefán

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lagði fram lagabreytingarfrumvarp á ríkisstjórnarfundi í dag um að refsingar fyrir kynferðisafbrot verði þyngdar. Nái frumvarpið fram að ganga lengist fangelsisvist fyrir nauðgun og kynferðisafbrot gegn börnum og munu þessi brot geta varðað allt að sextán ára fangelsi, í stað sex ára eins og nú er hámarksrefsitími. Fyrningarfrestur lengist í hlutfalli við refsitíma og munu kynferðisbrot gegn börnum ekki byrja að fyrnast fyrr en við 18 ára aldur brotaþola í stað 14 ára núna.

Einnig verður hugtakið nauðgun víkkað í lögunum og mun það einnig ná yfir aðra kynferðisnauðung, misnotkun á andlegu ástandi og mál þar sem brotaþoli getur ekki spornað við verknaðinum eða skilur ekki þýðingu hans.

Sett var inn ákvæði þar sem kveðið er á um að nokkur atriði komi til þyngingar nauðgunarrefsingar, þar á meðal er ungur aldur þolenda. Með því eru kynferðisafbrot gegn börnum orðinn alvarlegasti kynferðisglæpurinn í stað nauðgunar einnar áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×