Innlent

Óttast stofnun leynilögreglu

Þingmenn stjórnarandstöðunnar efuðust um fyrirhugaða greiningardeild lögreglunnar sem rannsaka á landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins, á Alþingi í dag, en þingmennirnir telja að verið sé að setja á fót leyniþjónustu. Fyrsta umræða um frumvarp um breytingu á lögreglulögunum fór fram í dag.

Fyrsta umræða um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögreglulögunum var til umræðu á Alþingi í dag. Í frumvarpi dómsmálaráðherra leggur hann til að stofnuð verði svokölluð greiningardeild innan embætti ríkislögreglustjóra til að leggja meðal annars mat á hættu vegna hryðjuverka. Össur Skarphéðinsson og fleiri stjórnarandstöðuþingmenn efast um verið sé að kalla hlutina réttu nafni og telja að verið sé að leggja drög að óeðlilegum heimildum til þess að fylgjast með borgurum landsins. Össur segist ekki treysta ríkislögreglustjóra til þess að hafa vald til þess að meta hverjum skuli fylgjast með og hverjum ekki.

Dómsmálaráðherra segir ekki tekið á heimildum greingardeildarinnar í frumvarpinu heldur þrufi í framhaldinu að fjalla um þær á Alþingi. Hann segir rekstur slíkrar deildar mikilvægan enda slíkt gert í öðrum löndum til að gæta hagsmuna almennings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×