Innlent

Annar mannanna látinn

Björgunarmenn hafa náð mönnunum tveimur sem óku á jeppa niður í jökulsprungu á Höfsjökli upp úr sprungunni. Búið var að ná mönnunum upp um klukkan 23:50 og voru þeir fluttir með þyrlum varnaliðsins á Landspítalann við Fossvog. Annar er töluvert slasaður en hinn er látinn.

Tilkynning barst klukkan 15:14 í gær, laugardag til Neyðarlínunnar - 112 um að jeppi hafði fallið í sprungu á Hofsjökli og í honum 2 menn. Björgunarsveitir frá norðurlandi, suðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út og komu fyrstu björgunarmenninr á staðin um klukkan 19:30 eftir erfiða færð.

Aðstæður á staðnum voru mjög erfiðar og jökullinn sprunginn. Um 141 björgunarsveitarmenn á 28 jeppum, 2 snjóbílum og 15 vélsleðum tóku þátt í aðgerðinni. Einnig voru sendir sjúkraflutningamenn frá SHS, þyrlur frá varnarliðinu og þyrla frá danska varðskipinu Tritoron.

Björgunarmenn þurftu að síga niðir í sprunguna með klippur til að ná mönnunum út. Þeim aðgerðum lauk skömmu fyrir miðnætti. Þegar komið var með mennina á Landspítalann í Fossvogi var annar mannanna úrskurðaður látinn. Hinn er töluvert slasaður en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir um áverka hans.

Aðgerðum er að ljúka á Hofsjökli og eru björgunarsveitarmenn að undirbúa heimferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×