Innlent

Mótmæltu kvöldfundi um vatnalög

Stjórnarandstæðingar mótmæltu því að frumvarp til vatnalaga væri tekið fyrirvaralítið til umræðu á sérstökum kvöldfundi.
Stjórnarandstæðingar mótmæltu því að frumvarp til vatnalaga væri tekið fyrirvaralítið til umræðu á sérstökum kvöldfundi.

Stjórnarandstæðingar mótmæltu því við upphaf þingfundar klukkan sex að haldinn væri kvöldfundur til að fjalla um vatnalög, eitt umdeildasta frumvarpið sem liggur fyrir Alþingi.

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að á fundi þingforseta sem formönnum þingflokka í byrjun vikunnar hefði verið ákveðið að hafa einn kvöldfund þessa vikuna. Sá kvöldfundur hefði verið í gærkvöldi og því hefðu þingmenn talið sér óhætt að ráðstafa sér í annað í kvöld.

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sagði þingmenn flokksins hafa lofað sér á fund með borgarmálaframboði Frjálslynda flokksins í kvöld. Nú væri það í upphafi.

"Það er augljóst að frumvarp ríkisstjórnarinnar um vatnalög er farið að hafa veruleg áhrif á störf þingsins," sagði Ögmundur Jónasson.

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti furðu sinn á að í hvert sinn sem deilur risu um þingmál væri boðað til kvöldfunda. Sagði hann að það væri næst því að gripið væri til ofbeldis með að halda stöðugt kvöldfundi um umdeild þingmál. Hann sagði jafnframt að ef það lægi svo mikið á að fjalla um og ganga frá vatnalögum væri það furðulegt að iðnaðarráðherra hefði ekki séð ástæðu til að mæta í þingsal til að fjalla um málið.

Eini stjórnarliðinn sem tók til máls, utan forseta Alþingis, var Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það góða ráðstöfun hjá forseta að boða til kvöldfundar um málið, þá gætu þeir stjórnarandstæðingar sem það vildu rætt málið út í nóttina. Hún sagði mikla umræðu hafa verið um málið síðustu daga en afar litla efnislega umræðu og þá aðeins frá Sigurði Kára Kristjánssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×