Innlent

ESB kannar möguleika Íslands á evrunni

Evra eða króna er spurningin sem viðskiptaráðherra og fleiri velta fyrir sér.
Evra eða króna er spurningin sem viðskiptaráðherra og fleiri velta fyrir sér.

Embættismenn Evrópusambandsins í Brussel kanna nú hvort Ísland geti tekið upp evruna eða fengið aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins án þess að ganga í sambandið.

Kveikjan að athuguninni er pistill Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þar sem hún lýsti miklum áhuga á að skoða hvort Ísland geti fengið aðild að Myntbandalagi Evrópu eða tekið upp evruna án aðildar að myntbandalaginu. Báðar leiðirnar gera ráð fyrir að Ísland taki upp evruna án þess að verða aðili að Evrópusambandinu.

Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins hjá Íslandi og Noregi, hefur óskað eftir athugun á hvort þetta sé mögulegt og stendur sú athugun yfir í Brussel. Yfirmaður sendiherrans, Richard Wright yfirmaður samskipta Evrópusambandsins við EFTA-ríkin og fleiri ríki, kemur til Íslands í næstu viku. Þá má búast við að í farteskinu hafi hann svarið við því hvort Ísland geti tekið upp evruna eða fengið aðild að myntbandalagi Evrópu án aðildar að Evrópusambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×