Innlent

Ungmenni mótmæla í höfuðstöðvum Landsvirkjunar

MYND/Vísir

Nokkrir tugir ungmenna hafa safnast saman í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í Austurveri þar sem þeir mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda. Mótmælin eru á vegum sama hóps og stóð fyrir mótmælum í síðustu viku á skrifstofum Alcoa við Suðurlandsbraut, en lögregla var þá kölluð á vettvang og fjarlægði ungmennin. Lögregla mun einnig hafa verið kölluð að höfuðstöðvum Landsvirkjunar en gat ekkert aðhafast þar sem um opinbera byggingu er að ræða. Mótmælin standa enn yfir eftir því sem fréttastofa kemst næst en húsinu átti að loka klukkan fimm og því óljóst hvort ungmennin verði þá færð burt með valdi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×