Innlent

Hagkaup greiði starfsmanni bætur vegna slyss

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Hagkaup til þess að greiða starfsmanni bætur vegna slyss sem hann varð fyrir á lager verslunarinnar í Kringlunni. Maðurinn féll til jarðar þegar álstigi sem hann notaði við tiltekt gaf sig með þeim afleiðingum af maðurinn handleggsbrotnaði og hlaut varanlegt heilsutjón. Í dómi héraðsdóms segir að álstiginn hafi verið vanbúinn og ekki hentað ekki til verksins og er því fallist á að Hagkaup beri bótaábyrgð á tjóni stefnanda. Sök verði hins vegar skipt til helminga þar sem stefnandi gætti ekki þeirrar varúðar sem ætlast mátti til af honum við notkun stigans. Hann fékk því helming þeirra bóta sem hann krafðist, um eina komma tvær milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×