Innlent

Þriggja mánaða fangelsi fyrir að stela málverki og skjalatösku

Karlmaður var í gær dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa stolið málverki á Hótel Loftleiðum fyrir um fjórum árum og skjalatösku í verslun Pennans í fyrra.

Maðurinn játaði skýlaust brot sín og bar við stelsýki. Hann hafði lumað á málverkinu í þrjú ár en lögregla hafði komist á snoðir um að hann reyndi að koma því í verð. Maðurinn á að baki langan sakaferil og hefur það áhrif við ákvörðun refsingar í þessu máli, sem og það að hann er kominn vel á fertugsaldur. Tillit var þó tekið til þess við ákvörðun refsingar játningarinnar og þess að verðmætin komust óskemmd til skila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×