Innlent

Fundað með heilbrigðisráðherra vegna umönnunarstarfa

MYND/Róbert
Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins funda á morgun með heilbrigðisráðherra meðal annars vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjarabaráttu ófaglærðra starfsmanna á elliheimilum á suðvesturhorninu. Starfsmennirnir hafa boðað setuverkfall í lok þessarar viku vegna óánægju með kjör sín, en þeir vilja sömu laun og fólk í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Að sögn Signýjar Jóhannesdóttur, sviðsstjóra opinberra starfsmanna innan Starfsgreinasambandsins, er vandinn að fá fólk í umönnunarstörf á heilbrigðisstofnunum ekki bundinn við suðvesturhornið og vel geti farið svo að starfsfólk á stofnunum úti á landi grípi til aðgerða eins og setuverkfalls til þess að ná fram kjarabótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×