Innlent

Enn rætt um RÚV-frumvarp á þingi

MYND/GVA

Önnur umræða um frumvarp til nýrra laga um Ríkisútvarpið stendur enn á Alþingi en hún hófst um klukkan eitt í dag. Fimm manns hafa tekið til máls frá því að umræðan hófst en skömmu fyrir klukkan tíu voru tólf á mælendaskrá og því líklegt að þingfundur standi að minnsta kosti til miðnættis. Umræðunni lýkur þó varla í kvöld. Í frumvarpinu er lagt til að Ríkisútvarpið verði hlutafélagavætt en því eru stjórnarandstæðingar algjörlega andvígir og segja það undanfara sölu á stofnuninni. Þeir hafa því lagt til að málinu verði vísað frá en því hafnar stjórnarmeirihlutinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×