Einn var færður undir læknishendur eftir slagsmál tveggja manna í Vestmannaeyjum síðustu nótt. Maðurinn féll í jörðina í stimpingunum og fékk gat á hausinn þegar hann lenti með höfuðið á vegkanti.
Læknir saumaði nokkur spor í haus mannsins og taldist málinu þá lokið.