Innlent

Bæjarstjórinn segist hreinlega hafa verið hafnað

Frá Hornafirði
Frá Hornafirði MYND/Vísir

Bæjarstjóri Hornafjarðar náði einungis þriðja sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í bænum í gær. Bæjarstjórinn segist líta svo á að honum hafi einfaldlega verið hafnað.

Prófkjör sjálfstæðismanna á Hornafirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor fór fram í gær. 424 kusu en flest atkvæði hlaut Halldóra Bergljót Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, eða 222 talsins. Halldóra atti kappi við Albert Eymundsson bæjarstjóra um fyrsta sætið á listanum en Albert hlaut 187 atkvæði og varð í þriðja sæti. Björn Ingi Jónsson varð í öðru sæti með 249 atkvæði.

Albert segir niðurstöðuna vonbrigði. Aðspurður segist hann líta svo á að honum hafi hreint og beint verið hafnað. Hann kveðst ekki vita skýringuna á því - ef svo væri þá hefði niðurstaðan líklega orðið önnur. Albert hefur verið bæjarstjóri Hornafjarðar síðastliðin sex ár og hefur starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratugi. Spurður hvort hann hyggist starfa áfram fyrir Sjálfstæðisflokkinn svarar Albert: „Að sjálfsögðu."

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×