Innlent

Verðbólga orðin 5,5 prósent á ársgrundvelli

MYND/GVA

Verðbólga í landinu er nú 5,5 prósent ársgrundvelli samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Vísitala neysluverðs mælist nú 255,2 stig og hækkaði um 1,14 prósent frá fyrra mánuði. Verðbólga hefur ekki mælst hærri í fjögur ár.

Verðhækkanir á bensíni og díselolíu höfðu mest áhrif til hækkunnar á vísitölunni en hækkun á húsnæðisverði og verði á nýjum bílum hafði einnig töluverð áhrif. Sé horft til síðustu þriggja mánaða hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent sem jafngildir 9,1 prósenta verðbólgu á ári.

Bent er á það á heimasíðu Alþýðusambands Íslands að fara þurfi aftur til maí árið 2002 til að finna viðlíka verðbólgutölur og að verðbólgan hafi nú verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í tvö ár og yfir efri vikmörkum bankans í átta mánuði í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×