Erlent

Fjöldi kjörseðla finnst í ruslatunnu

Tvær ítalskar nunnur á kjörstað í Napólí sl. sunnudag.
Tvær ítalskar nunnur á kjörstað í Napólí sl. sunnudag. MYND/AP

Fimm kassar troðnir kjörseðlum fyrir þingkosningarnar á Ítalíu fundust í ruslatunnu í Róm í dag. Kassarnir voru allir merktir innanríkisráðuneyti landsins. Í kössunum var einnig að finna önnur kjörgögn og eitthvað af gildum atkvæðum. Ítalar gengu að kjörborðinu á sunnudag og mánudag og vann bandalag mið- og vinstriflokka, undir forystu Romanos Prodis, nauman meirihluta í efri og neðri deild þingsins. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra og leiðtogi bandalangs vinstriflokka, hefur ekki viðurkennt ósigur og krefst þess að atkvæði verði talin að nýju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×