Innlent

Umhverfisráðherra skoðaði afleiðingar sinubrunans á Mýrum

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur falið Náttúrufræðistofnun Íslands að rannsaka áhrif sinubrunanna á Mýrum á lífríkið og mun stofnunin fylgist náið með framvindu gróðurs og dýrlífs á svæðinu á næstu árum. Umhverfisráðherra skoðaði í gær afleiðingar sinubrunans ásamt forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, sérfræðingum stofnunarinnar og fulltrúum heimamanna.

Fram kemur á heimasíðu umhverfisráðuneytisins að landsvæðið sem brann sé alls um 67 ferkílómetrar, sem er álíka stórt svæði og allt höfuðborgarsvæðið eins og fram hefur komið.

Auk þess að fara skoðunarferð um brunasvæðið ræddi ráðherra við fulltrúa Borgarbyggðar um áhrif stórfelldra sinuelda og stjórn og skipulag slökkvistarfsins og þær rannsóknir sem framundan eru. Þá hefur ráðherra falið Brunamálastofnun að fjalla um mögulegar aðgerðir til að draga úr hættu vegna hugsanlegra sinuelda hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×