Innlent

Vill fíkniefnahund og gegnumlýsingartæki

Forstöðumaður Litla-Hrauns segir vonlaust fyrir fangaverði að koma í veg fyrir að fíkniefni komist inn í fangelsið. Hann vill fá gegnumlýsingartæki og fíkniefnahund.

Dæmi eru um að fangar hafi hátt í fjögur hundruð þúsund krónur í tekjur á mánuði fyrir fíkniefnasölu í fangelsinu á Litla-Hrauni. Þetta kemur í Hruanbúandum, blaði sem fangar á þar gefa út. Kristján Stefánsson, forstöðumaður fangelsisins segist ekki vita hvort það sem þarna var skrifað sé rétt eða rangt en ljóst sé að fíkniefnavandamál í fangelsinu sé til staðar. Hann segir fíkniefnin komast inn í fangelsið með heimsóknargestum sem fái að dvelja inn í herbergi eftirlitslaust með fanganum í þrjá og hálfan klukkutíma. Þar inni fari fíkniefni úr einum líkama í annan, sem sagt eru geymd innvortis. Hann segir að það myndi hjálpa mikið ef fangelsið fengi fíkniefnahund og gegnumlýsingartæki eins og eru á flugstöðvum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×