Innlent

Starfshópur enn ekki skipaður vegna brotthvarfs Varnarliðsins

Varnarliðið á æfingu.
Varnarliðið á æfingu. MYND/E.Ól.

Enn hefur ekki verið skipaður samráðshópur um aðgerðir á Suðurnesjum eftir að Varnarliðið hverfur á braut. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingar, bar upp þá fyrirspurn hvenær ríkisstjórnin hygðist tilnefna menn í samráðshóp ríkis og sveitarfélaga sem forsætisráðherra lagði til þann 19. mars síðastliðinn að yrði skipaður til að ræða hugsanlegar aðgerðir vegna brotthvarfs Varnarliðsins. Hann sagði að sveitarfélögin á Suðurnesjum hafi skipað sína fulltrúa strax daginn eftir, og furðaði sig á því að ekkert bólaði á tilnefningum fulltrúa af hálfu ríkisstjórnarinnar. Geir H. Haarde utanríkisráðherra var til svara og sagði hann að þær tilnefningar myndu liggja fyrir á allra næstu dögum.

Jón spurði ráðherra einnig hvort tekin hafi verið ákvörðun um það hvort skipuð verði nefnd til að fara yfir skil á landssvæðum og mannvirkjum. Utanríkisráðherra sagði þá ákvörðun ekki liggja fyrir, enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×