Innlent

Menntamálanefnd fundar vegna RÚV-frumvarps

MYND/GVA

Menntamálanefnd kom saman í morgun til að ræða frumvarp um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Samþykkt var á þingi í gær að vísa málinu til þriðju umræðu en að kröfu stjórnarandstöðunnar var fundað um málið þar sem spurningar vöknuðu meðal stjórnarandstæðinga um ýmislegt sem lýtur að höfundarétti og eignum RÚV. Meðal þeirra sem komu á fund menntamálanefndar voru forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins og Ríkisendurskoðandi. Fundarhlé var gert um tíuleytið en fundi svo haldið áfram nú í hádeginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×