Ávinna sér rétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu 27. apríl 2006 18:45 Ráðherra sem situr í 12 ár á stóli ávinnur sér lífeyrisrétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu umfram það sem almennur iðgjaldagreiðandi fær. Þetta sýna útreikningar Samtaka atvinnulífsins. Alþýðusamband Íslands segir þetta ólíðandi og mótmælir nýju frumvarpi til laga um kjararáð þar sem ráðið eigi ekki að fjalla umlífeyrisréttindin. Frumvarp um svokallað kjararáð hefur verið lagt fram á þingi. Kjararáði er ætlað að taka við hlutverki Kjaradóms og kjaranefndar sem hingað til hafa meðal annars ákvarðað starfskjör þingmanna, ráðherra, forseta og dómara ásamt ýmsum embættismönnum sem gegna störfum sem ekki fylgir samnings- eða verkfallsréttur vegna eðlis starfanna. Alþýðusamband Íslands sent frá sér umsögn um frumvarpið. Þar segir að ýmislegt sé fært til betri vegar varðandi ákvarðanir um launakjör æðstu embættismanna en það dugi þó ekki til. ASÍ segir ótækt að Alþingi haldi áfram ákveða tiltekin hluta starfskjara sinna, eins og lífeyrisréttindi. Ef borið er saman hversu mikil lífeyrisréttindi opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum markaði ávinna sér annars vegar og þingmenn og ráðherrar hins vegar kemur í ljós töluverður munur.Þingmaður sem starfar á Alþingi í átta ár ávinnur sér lífeyrisréttindi sem nema 24 prósentum af launum hans. Ráðherra ávinnur sér helmingi meiri lífeyrisréttindi, eða 48 prósent af launum. Með öðrum orðum tekur það ráðherra átta ár að ávinna sér nær helming af launum sínum í lífeyrisgreiðslur. Óbreyttur starfsmaður hins opinbera ávinnur sér hins vegar lífeyrisréttindi sem nema um 15 prósentum af meðaltekjum á sama tímabili. Starfsmaður á almennum markaði rekur hins vegar lestina og ávinnur sér 11,6 prósenta lífeyrisréttindi á átta árum.Samtök atvinnulífsins hafa einnig bent á þettta ósamræmi í lífeyriskjörum. Þau taka dæmi af þingmanni sem situr í 23 ár á þingi og nær þannig hámarkslífeyrisrétti. Með því hefur hann unnið sér inn lífeyrisrétt sem jafngildir um 40 milljóna króna starfslokasamningi umfram venjulegan launþega sem greiðir sitt 11 prósenta iðgjald til lífeyrssjóðs verslunarmanna. 471 þúsunds króna þingfararkaup með umframlífeyrisrétti ajfngildir því 600 þúsund króna launum og sama lífeyrisrétti og á almennum markaði.Sams konar dæmi af ráðherra, sem situr í þrjú kjörtímabil og nær þannig hámarkslífeyrisrétti, sýnir að ráðherra tryggir sér lífeyrisrétt umfram það sem fengist við venjulegt 11 prósenta iðgjald sem jafngildir um 90 milljóna króna starfslokagreiðslu. 846 þúsund króna laun með umframlífeyrisréttindum jafngildir því nærri einn og hálfri milljón með sama lífeyrisrétti og á almennum vinnumarkaði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Ráðherra sem situr í 12 ár á stóli ávinnur sér lífeyrisrétt sem jafngildir 90 milljónum króna í starfslokagreiðslu umfram það sem almennur iðgjaldagreiðandi fær. Þetta sýna útreikningar Samtaka atvinnulífsins. Alþýðusamband Íslands segir þetta ólíðandi og mótmælir nýju frumvarpi til laga um kjararáð þar sem ráðið eigi ekki að fjalla umlífeyrisréttindin. Frumvarp um svokallað kjararáð hefur verið lagt fram á þingi. Kjararáði er ætlað að taka við hlutverki Kjaradóms og kjaranefndar sem hingað til hafa meðal annars ákvarðað starfskjör þingmanna, ráðherra, forseta og dómara ásamt ýmsum embættismönnum sem gegna störfum sem ekki fylgir samnings- eða verkfallsréttur vegna eðlis starfanna. Alþýðusamband Íslands sent frá sér umsögn um frumvarpið. Þar segir að ýmislegt sé fært til betri vegar varðandi ákvarðanir um launakjör æðstu embættismanna en það dugi þó ekki til. ASÍ segir ótækt að Alþingi haldi áfram ákveða tiltekin hluta starfskjara sinna, eins og lífeyrisréttindi. Ef borið er saman hversu mikil lífeyrisréttindi opinberir starfsmenn og starfsmenn á almennum markaði ávinna sér annars vegar og þingmenn og ráðherrar hins vegar kemur í ljós töluverður munur.Þingmaður sem starfar á Alþingi í átta ár ávinnur sér lífeyrisréttindi sem nema 24 prósentum af launum hans. Ráðherra ávinnur sér helmingi meiri lífeyrisréttindi, eða 48 prósent af launum. Með öðrum orðum tekur það ráðherra átta ár að ávinna sér nær helming af launum sínum í lífeyrisgreiðslur. Óbreyttur starfsmaður hins opinbera ávinnur sér hins vegar lífeyrisréttindi sem nema um 15 prósentum af meðaltekjum á sama tímabili. Starfsmaður á almennum markaði rekur hins vegar lestina og ávinnur sér 11,6 prósenta lífeyrisréttindi á átta árum.Samtök atvinnulífsins hafa einnig bent á þettta ósamræmi í lífeyriskjörum. Þau taka dæmi af þingmanni sem situr í 23 ár á þingi og nær þannig hámarkslífeyrisrétti. Með því hefur hann unnið sér inn lífeyrisrétt sem jafngildir um 40 milljóna króna starfslokasamningi umfram venjulegan launþega sem greiðir sitt 11 prósenta iðgjald til lífeyrssjóðs verslunarmanna. 471 þúsunds króna þingfararkaup með umframlífeyrisrétti ajfngildir því 600 þúsund króna launum og sama lífeyrisrétti og á almennum markaði.Sams konar dæmi af ráðherra, sem situr í þrjú kjörtímabil og nær þannig hámarkslífeyrisrétti, sýnir að ráðherra tryggir sér lífeyrisrétt umfram það sem fengist við venjulegt 11 prósenta iðgjald sem jafngildir um 90 milljóna króna starfslokagreiðslu. 846 þúsund króna laun með umframlífeyrisréttindum jafngildir því nærri einn og hálfri milljón með sama lífeyrisrétti og á almennum vinnumarkaði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira