Innlent

Þingfundur stendur enn

MYND/GVA

Þingfundur stendur enn á Alþingi en hann hófst í dag laust eftir hádegi. Verið er að ræða breytingar á lögum um almannatryggingar vegna uppsagnar sjálfstætt starfandi sérfræðinga í hjartalækningum á samningi við ríkið. Fyrr í kvöld mælti Árni Mathiesen fjármálaráðherra fyrir frumvarpi um hlutafélagavæðingu ÁTVR en vegna mótmæla frá stjórnarandstöðu var ákveðið að fresta umræðum um það mál og taka frumvarp um almannatryggingar fram yfir. Ekki er ljóst hvenær þingfundi lýkur í kvöld og ekki heldur hvenær þinglok verða þar sem enn hefur ekki náðst sátt um það. Enginn þingfundur er á morgun vegna nefndafunda en þingfundur er fyrirhugaður á fimmtudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×