Innlent

Sveitarfélagið Ölfuss dæmt til að greiða starfsmanni bætur

Sveitarfélagið Ölfus var í dag dæmt til að greiða karlmanni 2,2 milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Maðurinn var ráðinn forsstöðumaður Egilsbúðar og bókasafns Þorlákshafnar árið 1998 en var sagt upp með vísan til skipulagsbreytinga árið 2003. Sú ákvörðun var kærð til félagsmálaráðuneytisins sem úrskuraði að hún hefði verið ólögmæt. Eftir að viðræður milli aðila um starfslokasamning báru ekki árangur lögsótti maðurinn Ölfus og krafðist alls 6,7 milljóna króna í skaðabætur. Héraðsdómur Suðurlands féllst að hluta til á kröfur mannsins og dæmdi sveitarfélagið til að greiða honum 2,2 milljónir auk dráttarvaxta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×