Innlent

Gripinn eftir hraðakstur gegnum borgina og upp í Hvalfjörð

MYND/Róbert

Lögreglan í Reykjavík handtók í dag ökumann bíls eftir eftirför sem hófst á Miklubrautinni en endaði uppi í Hvalfirði. Lögregla mældi bílinn á 140 kílómetra hraða á leið austur Miklubraut um hádegi í dag en þar sem lögregla þurfti að snúa sínum bíl við missti hún sjónar af bílnum.

Skömmu síðar var tilkynnt um bíl á hvolfi við brúarstólpa nærri afleggjaranum að Meðalfellslandi í Hvalfirði og kom í ljós að þar var á ferðinni bíllinn sem mældist á 140 kílómetra hraða. Sást ökumaðurinn hlaupa til sjávar og var þá slöngubátur lögreglunnar sendur upp í Hvalfjörð. Maðurinn fannst hins vegar í fjörunni og var færður á lögreglustöðina í Reykjavík þar sem tekin var skýrsla af honum. Líklegt má telja að hann missi ökuskírteinið vegna athæfisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×