Innlent

Tvær konur efstar á listum

Eþór Arnalds.
Eþór Arnalds. Mynd/E.Ól

Tvær konur leiða nú aðalstjórnmálafylkingarnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg, eftir að Eyþór Arnalds, oddivti sjálfstæðismanna, dró sig í hlé vegna ölvunaraksturs. Hann ætlar hins vegar að taka sæti í bæjarstjórninni þegar hann hefur tekið út refsingu fyrir brotið.

Eyþór náði fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins með afgerandi meirihluta í prófkjöri í vetur og fylgi flokksins hefur aldrei imælst meira en í könnun NFS nýverið, eða rúm 50%. Eyþór taldi þó ekki sjálfgefið að hann yrði bæjarstjóri, þótt flokkurinn næði hreinum meirihluta. Þórunn Jóna Hauksdóttir, sem skipar annað sæti listans, og mun frá og með þessari stundu leiða kosningabaráttu flokksins, segist í viðtali við NFS heldur ekki líta svo á að hún verði sjálfkrafa bæjarstjóri þótt flokkurinn næði hreinum meirihluta. Það sé heldur ekki hefð fyrir pólitískum bæjarstjórum á Selfossi. Nýverið skoruðu ýmis félagasamtök á Ragnheiði Hergeirsdóttur, oddvita Samfylkingarinnar í Árborg, sem er sameiginlegt sveitarféalg Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyrar og Sandvíkurhrepps, að bjóða sig fram sem sveitarstjórakandídat. Hún varð ekki við því en sagðist vissulega vera reiðubúin að axla slíka ábyrgð ef viðræður eftir kosningar leiddu til þess. Fylgi Samfylkingarinnar hefur líka vaxið umtalsvert fá síðustu kosningum samkvæmt skoðanakönnun NFS þar sem flokkurinn mældist með tæplega 22%fylgi. Það má því segja að þær Ragnheiður og Þórunn Jóna leiði samanlagt yfir 70 prósent kjósenda í Árborg til kosninganna eftir þréttán daga.

Eyþór, sem tekinn var fyrir ölvunarakstur í fyrrinótt og vistaður í fangageymslum ásamt unnustu sinni, átti fjögurra klukkustunda fund með helstu leiðtogum flokksins á landsvísu og í Árborg í gærkvöldi. Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Árborg, sagði í viðtali við NFS í morgun að flokkurinn myndi halda sínu striki þrátt fyrir þetta áfall. Ekki yrði hróflað við framboðslistanum, enda væri það ekki heimild samkvæmt lögum. Sjálfstæðsimenn styddu ákvörðun Eyþórs og áform hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×