Innlent

Veita kannski aðstoð við eftirlit

Sjávarútvegsráðherrarnir kynntu sér starfsemi nokkurra sjávarútvegsfyrirtækja.
Sjávarútvegsráðherrarnir kynntu sér starfsemi nokkurra sjávarútvegsfyrirtækja. MYND/Frá sjávarútvegsráðuneytinu

Færeyingar eru reiðubúnir að skoða hvort færeyskt eftirlitsskip geti orðið Landhelgisgæslu Íslands að liði við eftirlit með veiðum á Reykjaneshrygg. Þetta kom fram í viðræðum Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra við Björn Kalsö, starfsbróður hans frá Færeyjum.

Fundur ráðherranna var hluti af opinberri heimsókn Kalsös sem lauk í dag. Þeir lýstu áhyggjum af svokölluðum sjóræningjaveiðum skipa sem hafa ekki heimild Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar til veiða á Reykjaneshrygg. Jafnframt þessu ræddu þeir stoðu loðnustofnsins og veiðar úr honum. Færeyingar hafa ekki tekið ákvörðun um hversu mikið þeir hyggjast veiða af loðnu, það gera þeir þegar nánari vitneskja liggur fyrir um ástand stofnsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×