Innlent

Skoða verði möguleika á nýju afli ef orð standa ekki

Skoða verður þann möguleika vel að stofna nýtt stjórnmálaafl fyrir næstu þingkosningar ef stjórnmálaflokkarnir standa ekki við yfirlýsingar sínar um vilja til breytinga á velferðarkerfinu, segir formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hann vonast til að raunhæfar tillögur liggi fyrir í mars eða apríl á næsta ári.

Rauði krossinn kynnti í gær könnun sem sýndi að fátækum hér á landi hefði fjölgað á undanförnum árum. Fram kom við kynninguna að nauðsynlegt væri að rjúfa vítahring fátæktar, eingangrunar og mismununar í þjóðfélaginu.

Undir það tekur Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hann segir vinnu Öryrkjabandalagsins, fulltrúa aldraðra og Þroskahjálpar ásamt fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi á næstu mánuðum skipta miklu þar um. Áherslumálið er að breyta velferðarkerfinu.

Sigursteinn segist vonast til að breytingarnar skili sér í aukinni samfélagsþáttöku fatlaðra og aldraðra, að sú einangrun sem þessir hópar hafi lent í verði rofin, einangrun fátæktar og eymdar.

Sigursteinn segir að ef ekki komi fram viðundandi tillögur, sé tvennt í stöðunni fyrir hagsmunasamtökin. Að stofna nýjan flokk fyrir næstu þingkosningar eða beita sér markvisst með og gegn flokkum fyrir kosningarnar.

Hann hafi fulla trú á því að stjórnmálaflokkarnir meini það sem þeir segi þegar þegar segist ætla að vinna að breytingunum. Ef ekki þá verði að skoða framboðsmöguleikann mjög vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×